Leiðbeiningar

 

um notkun

Bona spreymoppan er ætluð til að auðvelda þrif á gólfum og gera þau einfaldari. Hún er ávallt tilbúin, ekki þarf lengur að blanda saman vatni og sápu í fötu og bera hana á milli staða.

Bona gólfhreinsirinn kemur í tveimur útgáfum, önnur hefur sápu sem er blönduð sérstaklega fyrir linoleum- og vínyldúka og á flísar og hin á viðarfleti.

Þessi sérstaka blanda hvorki mattar gólf, né skilur eftir húð, rendur eða för á gólfinu, eins og oft vill gerast þegar notað er sterka sápu. Hún hreinsar gólfið á áhrifaríkan hátt og skilar því hreinu og fallegu.

Leiðbeiningar

  1. Áður en Bona spreymoppan er notuð skal ryksuga, rykmoppa eða sópa gólfið til að fjarlægja öll yfirborðsóhreinindi.

  2. Bleytið bláa örtrefjaklútinn (t.d. undir krana) og vindið þannig að hann sé rétt aðeins rakur.

  3. Leggið bláa örtrefjaklútinn á gólfið og Bona spreymoppuna ofan á þannig að klúturinn festist á festiplötuna. Spreyið og strjúkið yfir flötinn sem þið voruð að spreyja á. Ávallt skal passa upp á líkamsstöðuna, halda öxlunum niðri og beina hreyfingum fram og aftur (svipað og ryksuga) til að minnka álag á bakið.

  4. Gætið þess ávallt að vinna með hreina örtrefjamoppu. Eftir notkun skolið hana þá vel.

  5. Vanti meira hreinsiefni í brúsann á spreymoppunni – fyllið þá á úr 4 lítra brúsanum (sápan er tilbúin og skal ekki blanda með vatni). Gætið þess að aðrar sápur geta stíflað spreystútinn. Hægt er að fá áfyllingu í 850 ml, 1 líter og 4 lítra.

Fyrir mjög óhreina bletti, svört skóför eða klístur spreyið beint á þau svæði, hinkrið 2 – 3 mínútur og þurrkið yfir með moppunni. Þegar bláa örtrefjamoppan verður óhrein skal skipta í hreina. Gólfhreinsinn má nota eins oft og óskað er.

Sápan kemur blönduð og tilbúin til notkunnar. Ekki skal blanda sápuna með vatni. Geyma skal sápuna í stofuhita.

Hentar bæði fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.

© Gólfefnaval 2018      Opið alla virka daga frá 8:30 - 17:00      Vatnagarðar 14, 104 Reykjavík      Sími: 517-8000 

  • Facebook Social Icon
  • Instagram-256