Okkar helstu samstarfsaðilar

Bona­­­® er líklega eitt þekktasta merki heims þegar kemur að gólfefnum og vörum tengdum þeim. Sænskur gæðaframleiðandi sem gerir ein bestu viðarlökk og olíur sem til eru. Með breitt úrval hreinsiefna, tækja, sandpappíra og viðhaldsefnis er Bona® besti vinur allra sem vinna með eða eiga gólfefni.

Bona® er fjölskyldu fyrirtæki sem var stofnað í Svíþjóð árið 1919. Nú er fyrirtækið alþjóðleg eining með starfsemi í meira en 70 löndum víðsvegar á plánetunni. Á Íslandi færðu Bona® hjá Gólfefnaval, þar sem Bona® sérfræðingar eru til þjónustu reiðubúnir.

Með sterka tæknideild og gott þróunarteymi getur Bona® haldið sér í flokki þeirra fremstu ár eftir ár. Hvort um ræðir einstakt 2ja þátta lakk eða sívinsæla Bona® sprey moppan, að velja Bona® er að velja gæði.

Flestir hafa heyrt um vínyl og þá einnig vínylgólfefni. Polyflor­­­® fann upp vínylgólfefnið, þeir sáu það ekki einhversstaðar í fríi sínu og hugsuðu „þetta er sniðugt, gerum svona“. Nei þeir einfaldlega fundu það upp. Það er ekkert af ástæðulausu að vínylgólfefni frá Polyflor® eigi sér fáar hliðstæður enda einstök gæði og frábær verð.

Polyflor® var stofnað árið 1915 af James Halstead og upprunalega sem vefnaðarvinnsla. Árið 1934 fann James Halstead upp leið til að vinna saman klæði og gúmmíblöndu sem var uppruni vínylgólfsins.

Polyflor® er enn í eigu sömu fjölskyldu og skartar í dag einu fjölbreyttasta og breiðasta úrvali vínylgólfefna sem finnst. Þeir hafa ríka umhverfisstefnu og í samvinnu við Recofloor® hafa Polyflor® og Gólfefnaval tekið höndum saman í umhverfisátaki.

Desso® teppi hafa verið góðkunn íslenskum heimilum og fyrirtækjum um langt skeið. Merki sem ávallt stendur fyrir gæðum og áreiðanleika. Upphaflega stofnað í Hollandi árið 1933 og staðið fyrir sölu úrvals teppa síðan þá.

Desso® hafa ávallt haft það að markmiði að verða þeir bestu í gerð teppa og teppaflísa með áherslu á að veita úrvals þjónustu, fallega hönnun og með heilsufar viðskiptavina að leiðarljósi. En það sannast best með Desso Airmaster® vörulínunni, þar koma saman gæði, hönnun og heilsuaukandi kostir sem teppaflísar hafa. Airmaster línan er eina gólfefnið í heiminum sem fær gull vottun þegar kemur að loftgæðum gólfefna!

Að velja Desso® ber vott um skynsemi í gólfefnavali og sýnir öllum þeim sem það velja að teppi og teppaflísar eru stórsniðug lausn í flestum tilfellum.

Þegar kemur að lúxus vínyl parketi þá eru fáir eins nútímalegir og fallegir eins og Moduleo® frá Belgíu. Einstakt útlit og frábært þjónustu einkenna þennan hágæða gólfefnaframleiðanda sem við hjá Gólfefnavali erum stolt að kynna fyrir Íslendingum.

Moduleo® er partur af IVC group sem hefur allt frá stofnun þess árið 1997 verið áberandi í framleiðslu á hágæða gólfefni. Með ríflega 1200 starfsmenn hefur IVC náð miklu vægi á gólfefnamarkaði með á stuttum tíma sem ber vott um gæði og samkeppnishæfni þeirra framleiðslu. Moduleo® vínylgólfefnið hefur einn hæsta yfirborðsstyrkleika sem finnst, eina minnstu hreyfinguna, eitt raunverulegasta útlitið og eitt besta verðið.

Ekkert bón, engin olía, ekkert lakk, ekkert vesen! Moduleo® stendur fyrir þægindi, fegurð, hönnun og hagkvæmni!

F. Ball og Co Ltd er leiðandi framleiðandi í Bretlandi af límum á gólf og gólfvöruframleiðsluvörum fyrir samgöngumannvirki.

Fyrirtækið var stofnað árið 1886. 

© Gólfefnaval 2018      Opið alla virka daga frá 8:30 - 17:00      Vatnagarðar 14, 104 Reykjavík      Sími: 517-8000 

  • Facebook Social Icon
  • Instagram-256